Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 22:23 Himinháir vextir eru á fasteignalánum landsmanna þessi misserin Vísir/Vilhelm Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024. Um er að ræða sérstakan stuðning sem aðeins verður greiddur á árinu 2024. Á álagningarseðli skattsins er ábending birt hjá þeim sem eiga möguleika á stuðningnum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtalinu. Þeir sem eiga rétt á styrknum þurfa að tilgreina á þjónustusíðu skattsins inn á hvaða lán skuli greiða. Þetta skal gert á tímabilinu 1.-30. júní, en ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar samkvæmt skattframtali. Útreikningur Stofn til útreiknings er 23% af vaxtagjöldum af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það eru vaxtagjöld í reitum 166 og/eða 87 í kafla 5.1 og 5.2 á skattframtali. Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Einnig dragast frá 4% af tekjustofni sem er umfram 6.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 9.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Sérstakur vaxtastuðningur getur að hámarki orðið 150.000 kr. hjá einhleypingi, 200.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 250.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Lágmarksfjárhæð er 5.000 kr. Ef reiknaður vaxtastuðningur er lægri, fellur hann niður. Hjá þeim sem skattskyldir eru á Íslandi hluta úr ári ákvarðast fjárhæðin í hlutfalli við dvalartíma á Íslandi á árinu 2023. Sérstakur vaxtastuðningur telst ekki til skattskyldra tekna og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum. Sjá nánar á heimasíðu Skattsins, og í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi 30. apríl. „Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó!“ DV greinir frá því að mörgum hafi liðið eins og þau hafi unnið í lottói, þegar þau fengu þessar óvæntu gleðifréttir. Þá segir Margrét Erla Maack við DV, „200.000 kall!!! Lottóvinningur dagsins! Ég fann þetta ekki í tölvunni en var no problem í símanum.“ Katla Hreiðarsdóttir vakti einnig athygli vina sinna á þessu á Facebook-síðu sinni, og segir að hún og maður hennar hafi verið heppinn. Eiríkur Þór Hafdal skrifar þá athugasemd og segir „Neihh heyrðu. Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó haha.“ Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Um er að ræða sérstakan stuðning sem aðeins verður greiddur á árinu 2024. Á álagningarseðli skattsins er ábending birt hjá þeim sem eiga möguleika á stuðningnum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtalinu. Þeir sem eiga rétt á styrknum þurfa að tilgreina á þjónustusíðu skattsins inn á hvaða lán skuli greiða. Þetta skal gert á tímabilinu 1.-30. júní, en ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar samkvæmt skattframtali. Útreikningur Stofn til útreiknings er 23% af vaxtagjöldum af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það eru vaxtagjöld í reitum 166 og/eða 87 í kafla 5.1 og 5.2 á skattframtali. Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Einnig dragast frá 4% af tekjustofni sem er umfram 6.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 9.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Sérstakur vaxtastuðningur getur að hámarki orðið 150.000 kr. hjá einhleypingi, 200.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 250.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Lágmarksfjárhæð er 5.000 kr. Ef reiknaður vaxtastuðningur er lægri, fellur hann niður. Hjá þeim sem skattskyldir eru á Íslandi hluta úr ári ákvarðast fjárhæðin í hlutfalli við dvalartíma á Íslandi á árinu 2023. Sérstakur vaxtastuðningur telst ekki til skattskyldra tekna og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum. Sjá nánar á heimasíðu Skattsins, og í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi 30. apríl. „Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó!“ DV greinir frá því að mörgum hafi liðið eins og þau hafi unnið í lottói, þegar þau fengu þessar óvæntu gleðifréttir. Þá segir Margrét Erla Maack við DV, „200.000 kall!!! Lottóvinningur dagsins! Ég fann þetta ekki í tölvunni en var no problem í símanum.“ Katla Hreiðarsdóttir vakti einnig athygli vina sinna á þessu á Facebook-síðu sinni, og segir að hún og maður hennar hafi verið heppinn. Eiríkur Þór Hafdal skrifar þá athugasemd og segir „Neihh heyrðu. Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó haha.“
Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira