Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 13:23 Þórður Steinar á hrefnuveiðum árið 2011. aðsend Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. „Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira