Læknar sagðir útbýta vottorðum eins og sælgæti Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 10:39 Ólafur segir þá hjá Félagi atvinnurekenda hafa verulegar áhyggjur af aukningu í því að brottreknir starfsmenn bregði á það ráð að sækja sér læknisvottorð sem þekur akkúrat uppsagnarfrestinn. vísir/einar/vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð. Fiskikóngurinn hefur staðið í stórræðum á samfélagsmiðlum eftir að hann kvartaði undan því að starfsmaður hans hefði sent sér einskonar hótunarbréf eftir að hann var rekinn. En sá brá á það ráð að leita til læknis og fá vottorð um að hann væri óvinnufær og þyrfti þannig ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Vísir greindi frá málinu í vikunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sagði þetta kunnuglegt stef. Hann sagðist skilja að fyrirtæki vildu ekki gera mál úr þessu en þá kæmi til kasta samtaka eins og það sem hann er í forsvari fyrir. Færist í vöxt að brottreknir starfsmenn sæki sér vottorð En hann sagði að þeir hjá FA hefðu miklar áhyggjur af þessu fyrirbæri, enda væri það að færast í vöxt. Hann vildi þó slá þann varnagla að þetta væri mikill minnihluti starfsmanna en þetta væri algengara: Að sótt séu tilhæfulaus læknavottorð. „Það er orðið allt of algengt að fólk fái samstundis læknavottorð um að það geti ekki unnið einmitt á uppsagnarfrestinum. Stundum virðist ástæðan beinlínis vera sú að það að vera sagt upp starfinu sé svo mikið áfall að fólk sé bara ekki vinnufært.“ Ólafur segir snúið að vilja véfengja læknisvottorð. Það sé reyndar hægt að fá annað álit, fá þá trúnaðarlækni til að meta þetta og best sé að setja ákvæði um þetta inn í ráðningasamning. Ólafur sagði rétt starfsfólks meiri hér en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur. Við erum með hæsta hlutfall í heimi sem lýtur að því að starfsfólk sé í stéttarfélagi. En minni fyrirtæki eru ekki endilega í félagi atvinnurekenda. Minni fyrirtæki eru meirihluti fyrirtækja í landinu. Grefur undan rétti þeirra sem raunverlega þurfa á að halda Ólafur segir að þeim hjá FA hafi sýnst læknar gefa út vottorð án mikilla vandkvæða, að fólk sé sagt óvinnufært í einni vinnu en ekki annarri. Og að fólk færi sig þá í hlutastarf en sé með veikindavottorð í fulla starfinu. Og dæmunum fari því miður fjölgandi – það virðist tilhneiging um þetta í ákveðna átt. Þetta hljóta að mega heita fremur alvarlegar ásakanir á hendur læknum almennt. Ólafur benti á að misnotkun sem þessi grafi undan rétti þeirra sem raunverulega þurfi á vottorði að halda. „Auðvitað gerist það að atvinnurekendur stígi í spínatið og þá bentum við þeim á að þeir yrðu að fara að lögum og kjarasamningum,“ sagði Ólafur. Læknar málsvarar skjólstæðinga sinna Uppfært 12:25 Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags heimilislækna og hún var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í gær. Þar kom hún inná þetta atriði og sagði það rétt, læknar gerðu of mikið af því að votta stutt veikindi, sem krefjast ekki vottorða svo sem um kvef og niðurgangspestir. Læknar eigi í raun ekki annan kost en taka fólk trúanlegt. En til lengri tíma, þar er um annað að ræða. „Heimilislæknar eru málsvarar skjólstæðinga sinna. Fólk kemur til okkar í trúnaði, með sín vandamál. Og það er gjarnan þannig, sérstaklega í kjölfar uppsagna, að fólk kemur til okkar niðurbrotið og treystir sér ekki aftur á vinnustaðinn. Það gerist alveg. Þá er ekkert um annað að ræða en veikindaskrifa starfsmanninn, ef svo ber við – ef þetta hefur mikil andleg áhrif og getur ekki hugsað sé undir neinum kringumstæðum að fara aftur til vinnu,“ sagði Margrét Ólafía. En hún hafnaði því að hægt væri að fá vottorð aftur í tímann. Viðtalið við Margréti Ólafíu má heyra í spilaranum hér ofar. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Bítið Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Fiskikóngurinn hefur staðið í stórræðum á samfélagsmiðlum eftir að hann kvartaði undan því að starfsmaður hans hefði sent sér einskonar hótunarbréf eftir að hann var rekinn. En sá brá á það ráð að leita til læknis og fá vottorð um að hann væri óvinnufær og þyrfti þannig ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Vísir greindi frá málinu í vikunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sagði þetta kunnuglegt stef. Hann sagðist skilja að fyrirtæki vildu ekki gera mál úr þessu en þá kæmi til kasta samtaka eins og það sem hann er í forsvari fyrir. Færist í vöxt að brottreknir starfsmenn sæki sér vottorð En hann sagði að þeir hjá FA hefðu miklar áhyggjur af þessu fyrirbæri, enda væri það að færast í vöxt. Hann vildi þó slá þann varnagla að þetta væri mikill minnihluti starfsmanna en þetta væri algengara: Að sótt séu tilhæfulaus læknavottorð. „Það er orðið allt of algengt að fólk fái samstundis læknavottorð um að það geti ekki unnið einmitt á uppsagnarfrestinum. Stundum virðist ástæðan beinlínis vera sú að það að vera sagt upp starfinu sé svo mikið áfall að fólk sé bara ekki vinnufært.“ Ólafur segir snúið að vilja véfengja læknisvottorð. Það sé reyndar hægt að fá annað álit, fá þá trúnaðarlækni til að meta þetta og best sé að setja ákvæði um þetta inn í ráðningasamning. Ólafur sagði rétt starfsfólks meiri hér en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur. Við erum með hæsta hlutfall í heimi sem lýtur að því að starfsfólk sé í stéttarfélagi. En minni fyrirtæki eru ekki endilega í félagi atvinnurekenda. Minni fyrirtæki eru meirihluti fyrirtækja í landinu. Grefur undan rétti þeirra sem raunverlega þurfa á að halda Ólafur segir að þeim hjá FA hafi sýnst læknar gefa út vottorð án mikilla vandkvæða, að fólk sé sagt óvinnufært í einni vinnu en ekki annarri. Og að fólk færi sig þá í hlutastarf en sé með veikindavottorð í fulla starfinu. Og dæmunum fari því miður fjölgandi – það virðist tilhneiging um þetta í ákveðna átt. Þetta hljóta að mega heita fremur alvarlegar ásakanir á hendur læknum almennt. Ólafur benti á að misnotkun sem þessi grafi undan rétti þeirra sem raunverulega þurfi á vottorði að halda. „Auðvitað gerist það að atvinnurekendur stígi í spínatið og þá bentum við þeim á að þeir yrðu að fara að lögum og kjarasamningum,“ sagði Ólafur. Læknar málsvarar skjólstæðinga sinna Uppfært 12:25 Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags heimilislækna og hún var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í gær. Þar kom hún inná þetta atriði og sagði það rétt, læknar gerðu of mikið af því að votta stutt veikindi, sem krefjast ekki vottorða svo sem um kvef og niðurgangspestir. Læknar eigi í raun ekki annan kost en taka fólk trúanlegt. En til lengri tíma, þar er um annað að ræða. „Heimilislæknar eru málsvarar skjólstæðinga sinna. Fólk kemur til okkar í trúnaði, með sín vandamál. Og það er gjarnan þannig, sérstaklega í kjölfar uppsagna, að fólk kemur til okkar niðurbrotið og treystir sér ekki aftur á vinnustaðinn. Það gerist alveg. Þá er ekkert um annað að ræða en veikindaskrifa starfsmanninn, ef svo ber við – ef þetta hefur mikil andleg áhrif og getur ekki hugsað sé undir neinum kringumstæðum að fara aftur til vinnu,“ sagði Margrét Ólafía. En hún hafnaði því að hægt væri að fá vottorð aftur í tímann. Viðtalið við Margréti Ólafíu má heyra í spilaranum hér ofar.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Bítið Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira