Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 16:58 Sprengjum rigndi yfir borgina Nuseirat í aðdraganda björgunaraðgerðar Ísraelshers. AP/Jena Alshrafi Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira