Forsetahjónin buðu viðstadda velkomna með handabandi og margir mættu í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins. Gestum bauðst meðal annars að skoða móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins, auk þess sem fyrsti forsetabíllinn, Packard-bifreið Sveins Björnssonar árgerð 1942, var til sýnis í hlaði Bessastaðastofu.
Aldrei hafa fleiri mætt á opið hús á Bessastöðum, eða tvö þúsund manns. Rúnar Vilberg tökumaður Stöðvar 2 leit við á opna húsinu í dag og fangaði stemninguna.