Ráðherra hafi ekki mátt láta rannsaka meðferðarheimilið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:03 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er snúin til baka úr framboðsleyfi til forseta Íslands. Hún segir mat stofnunarinnar að ráðherra hafi ekki mátt fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að rannsaka Laugaland-Varpholt. Vísir/Einar Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum. Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira