Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júní 2024 11:53 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun matvælaráðherra koma of seint. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. „Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira
„Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira