Röng ákvörðun ráðherra Henry Alexander Henrysson skrifar 11. júní 2024 12:01 Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun