Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:39 Fjölskyldan ætlaði að heimsækja Ísland í sumar en aðeins móðirin og dóttirin fengu vegabréfsáritun. Aðsend Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru. Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru.
Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira