Leggðu rafskútunni vel í Kópavogi Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 12. júní 2024 12:46 Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun