Willum blandar sér í málið og útskýrir bréfið Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2024 10:50 Sigurður Ingi sendi bréf á lögreglu eftir að Willum sendi honum bréf um netsölu áfengis. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur nú blandað sér í umræðu ráðherra um netsölu áfengis með tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem hann fer yfir bréfið sem hann sendi Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra fyrr í þessum mánuði. Bréfið varð til þess að Sigurður Ingi sendi lögreglu erindi um málið. Í bréfi Willum kemur fram að netsala áfengis grafi undan gildandi sölufyrirkomulagi á áfengi og að grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum sé ógnað. Sigurður Ingi brást við bréfinu með því að senda erindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann benti á álitaefni sem tengjast starfsemi netverslana með áfengi og að þau kunni að fela í sér brot á lögum. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 11. júní kom fram að ráðuneytið væri að bregðast við bréfi heilbrigðisráðherra og að ráðuneytið hafi látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Með tilkynningu sinni birti Sigurður Ingi bréf Willum, lögfræðiálitið og erindi ráðuneytisins til lögreglunnar. Töluvert hefur verið fjallað um málið í vikunni en dómsmálaráðherra sagði í gær að þingmenn eigi ekki að hafa afskipti af því hvað eða hvernig lögreglan rannsakar möguleg brot. Það sé hlutverk lögreglu og ríkissaksóknara að rannsaka slík mál. Willum Þór birtir svo í dag tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem hann fer yfir málið frá sinni hlið en hann sendi sitt bréf til fjármála- og efnahagsráðherra þann 5. júní. Í tilkynningu sinni bendir hann á að sérstök umræða hafi farið fram á þingi um forvarnir og lýðheilsu nýlega og til markmiða áfengislaga um verslun með áfengi og tóbak. Þá vísar hann einnig í stjórnarsáttmála og að þar komi fram að það séu sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, fjárhagslegir og félagslegir, að aukin áhersla sé lögð á lýðheilsu og forvarnir. Aukið aðgengi vinni gegn framtíðarsýn Þá vísar hann einnig í ályktun Alþingis um lýðheilsustefnu sem miði að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks og koma í veg fyrir sjúkdóma og að stóraukið aðgengi að áfengi með opnun netverslana vinni beinlínis gegn þeirri framtíðarsýn Alþingis. Þá hafi rannsóknir sýnt að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar fólks og hafi neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. Rekja megi eitt af hverjum tíu dauðsföllum í Evrópu til áfengisneyslu, neysla þess hafi orsakatengsl við yfir 200 sjúkdóma og heilsukvilla og sé auk þess stór áhættuþáttur slysa. Áfengi og tóbak Lögreglumál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Tengdar fréttir „Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. 12. júní 2024 20:20 „Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 19:31 Pólitísk afskipti af rannsókn og heklari á níræðisaldri Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 18:10 Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar. 12. júní 2024 17:46 Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Í bréfi Willum kemur fram að netsala áfengis grafi undan gildandi sölufyrirkomulagi á áfengi og að grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum sé ógnað. Sigurður Ingi brást við bréfinu með því að senda erindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann benti á álitaefni sem tengjast starfsemi netverslana með áfengi og að þau kunni að fela í sér brot á lögum. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 11. júní kom fram að ráðuneytið væri að bregðast við bréfi heilbrigðisráðherra og að ráðuneytið hafi látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Með tilkynningu sinni birti Sigurður Ingi bréf Willum, lögfræðiálitið og erindi ráðuneytisins til lögreglunnar. Töluvert hefur verið fjallað um málið í vikunni en dómsmálaráðherra sagði í gær að þingmenn eigi ekki að hafa afskipti af því hvað eða hvernig lögreglan rannsakar möguleg brot. Það sé hlutverk lögreglu og ríkissaksóknara að rannsaka slík mál. Willum Þór birtir svo í dag tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem hann fer yfir málið frá sinni hlið en hann sendi sitt bréf til fjármála- og efnahagsráðherra þann 5. júní. Í tilkynningu sinni bendir hann á að sérstök umræða hafi farið fram á þingi um forvarnir og lýðheilsu nýlega og til markmiða áfengislaga um verslun með áfengi og tóbak. Þá vísar hann einnig í stjórnarsáttmála og að þar komi fram að það séu sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, fjárhagslegir og félagslegir, að aukin áhersla sé lögð á lýðheilsu og forvarnir. Aukið aðgengi vinni gegn framtíðarsýn Þá vísar hann einnig í ályktun Alþingis um lýðheilsustefnu sem miði að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks og koma í veg fyrir sjúkdóma og að stóraukið aðgengi að áfengi með opnun netverslana vinni beinlínis gegn þeirri framtíðarsýn Alþingis. Þá hafi rannsóknir sýnt að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar fólks og hafi neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. Rekja megi eitt af hverjum tíu dauðsföllum í Evrópu til áfengisneyslu, neysla þess hafi orsakatengsl við yfir 200 sjúkdóma og heilsukvilla og sé auk þess stór áhættuþáttur slysa.
Áfengi og tóbak Lögreglumál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Tengdar fréttir „Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. 12. júní 2024 20:20 „Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 19:31 Pólitísk afskipti af rannsókn og heklari á níræðisaldri Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 18:10 Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar. 12. júní 2024 17:46 Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. 12. júní 2024 20:20
„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 19:31
Pólitísk afskipti af rannsókn og heklari á níræðisaldri Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 18:10
Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar. 12. júní 2024 17:46
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06