Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 16:26 Róbert Örn Hjálmtýsson er allur en hann fæddist 1977. vísir/anton brink Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube: Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube:
Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira