Nefndarfundurinn hefst klukkan sjö í dag samkvæmt tilkynningu frá þingflokki Pírata. Þórhildur Sunna hafi ítrekað beitt sér í málefnum pólitískra fanga í starfi sínu á vettvangi Evrópuráðsþingsins og allt frá árinu 2018 skrifað skýrslur og staðið að ályktunum Evrópuráðsþingsins um málefni pólitískra fanga í Aserbaísjan, Rússlandi, Krímskaga, Belarús og nú síðast í Bretlandi í máli Julians Assange.
Hér að neðan verður hægt að hlusta á Þórhildi kynna skýrsluna..
Þórhildur Sunna segir það marka mikil tímamót að boð Helsinkinefndarinnar hafi það að markmiði að efla samstarf milli Bandaríkjanna og Evrópu í málefnum pólitískra fanga.