„Fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2024 08:00 Kristall Máni átti frábært tímabil í Danmörku þrátt fyrir að glíma mikið við meiðsli. vísir / sigurjón Fyrir síðasta tímabil skipti Kristall Máni Ingason til danska liðsins Sönderjyske eftir erfiðan tíma hjá Rosenborg í Noregi. Þar fann hann leikgleðina aftur og var einn besti maður liðsins sem tókst að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“ Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“
Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira