Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 10:47 Celia Robbins var himinlifandi með íslensku lundapeysuna. X/Celia Robbins Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024 Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024
Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira