Síðdegis í gær birti Vilborg Hólmjárn þrjár myndir af óinnsigluðum pakka af bláum ópal og auglýsti til sölu. Þegar þetta er skrifað stendur að pakkinn sé seldur á fimmtán þúsund krónur, en níutíu manns hafa brugðist við færslunni og 69 manns skrifað við hana athugasemd.


Athugasemdirnar lýsa því sumar yfir að fólk sé leitt yfir því að pakkinn sé seldur, og þau hefðu jafnvel verið til í að borga mun meira en ásett verð. „Ah dem. Hefði boðið 30 þús minnst. Svekkjandi að hann er seldur,“ sagði Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson.

Blár Opal naut mikilla vinsælda á Íslandi árum áður, en var tekinn af markaði árið 2005 eftir að framleiðslu helsta bragðefnis Opalsins var hætt.
Ekki náðist í Vilborgu Hólmjárn við vinnslu fréttarinnar.
