Fann gamlan vin í leit sinni að nýju og breyttu lífi Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2024 09:01 Friðrik Ingi Rúnarsson Vísir/Arnar Halldórsson Líkt og við sögðum frá fyrr í vikunni snýr þjálfarinn sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, nú aftur í þjálfun og tekur við þreföldu meistaraliði Keflavíkur í körfubolta. Að baki eru afar erfiðir og krefjandi tímar sem hafa haft sitt að segja um fjarveru Friðriks frá boltanum. Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Sjá meira
Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Sjá meira
Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00