„Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2024 07:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal. Vísir/ Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var til viðtals í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football. Þar fór hann yfir tímabilið með Eupen í Belgíu en liðið féll úr efstu deild á nýafstöðu tímabili. Þá ræddi hann ástæðu þess að hann vildi spila aftur í Evrópu eftir veru hjá D.C. United í Bandaríkjunum. Guðlaugur Victor samdi við Eupen fyrir síðustu leiktíð og skrifaði undir þriggja ára samning. Þegar hann skrifaði undir taldi hann liðið vera á uppleið en annað hafi komið á daginn og á endanum hafi liðið fallið. „Maður sá snemma að það væri að stefna í fall, því miður. Þetta er skrítinn og illa rekinn klúbbur,“ segir Guðlaugur Victor í Dr. Football. „Það eru miklir möguleikar þarna og við trúðum á þetta verkefni þegar við fórum þangað. Eigendurnir frá Katar og það er talsvert fjármagn,“ bætti hann við en Alfreð Finnbogason samdi einnig við Eupen fyrir síðustu leiktíð. Eupen styrkti hópinn fyrir tímabilið og sótti þjálfarann Florian Kohfeldt sem hafði áður stýrt Wolfsburg og Werder Bremen í Þýskalandi. Guðlaugur Victor þekkti til hans eftir að hafa sjálfur spilað með Darmstadt 98 og Schalke 04. Kohfeldt hætti í mars síðastliðnum. Svo snerist umræðan að endurkomu Guðlaugs Victors til Evrópu eftir að hafa spilað með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá 2022-23. Guðlaugur Victor í leik með D.C. United.Andrew Katsampes/Getty Images „Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó. Vildi vera nær systur minni og komast aftur á meginlandið. Ég lét umboðsmanninn minn vita af því og þessi möguleiki kom upp.“ Guðlaugur Victor sagðist hafa tekið slaginn því Florian var við stjórnvölinn og hann var að leita að reynslumiklum leikmanni í vörnina. Þá var samningurinn ekki slæmur. „Félagið bauð mér þannig samning að ég gat ekki sagt nei,“ sagði varnarmaðurinn en hann gefur bænum ekki háa einkunn. Það búa undir 20 þúsund manns þarna og ekkert „sexí“ við þetta eins og Guðlaugur Victor segir. „Verkefnið hljómaði hins vegar þannig að ég var til í þetta. Þeir fengu leikmenn með reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni svo þetta tikkaði í öll boxin.“ Alfreð og Guðlaugur Victor á góðri stundu.Isosport/Getty Images Eftir fallið breyttust hlutirnir hratt „Við fengum launin okkar greidd en eftir að við féllum komu þau tveimur vikum of seint, peningurinn er samt kominn inn.“ Nú þegar aðeins tvær vikur í að undirbúningstímabil eigi að hefjast fyrir leiktíðina 2024-25 þá er staðan heldur undarleg. „Það er enginn þjálfari, enginn styrktarþjálfari og enginn sjúkraþjálfari. Menn vita ekki hvaða fjármagn Katararnir ætla að láta í félagið svo það er ekki hægt að ráða neinn.“ Íhugar að færa sig um set „Ég er sjálfur meiddur og búinn að vera meiddur síðustu sex vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fara út í endurhæfingu. Maður veit ekki neitt, þetta er allt mjög skrítið.“ Aðspurður viðurkenndi Guðlaugur Victor að hann væri að íhuga að hugsa sér til hreyfings. Hann er þó raunsær varðandi stöðu sína. „Eins og fótbolti virkar, sérstaklega þegar maður er 33 ára gamall, þá er maður ekkert að tína samning upp af götunni. Ég á tvö ár eftir svo það er spurning hvort ég mætti fara frítt eða hvort það þyrfti að greiða fyrir mig. Það getur spilað stóra rullu í þessu.“ Guðlaugur Victor á að baki 44 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Vísir/Hulda Margrét Jafnframt viðurkenndi Guðlaugur Victor að honum langaði að spila á hærra getustigi en B-deildinni í Belgíu. „Ég er á frábærum samning og ég er 33 ára. Maður þarf að vega og meta þetta. Fjárhagslega hliðin er mikilvæg, en að sama skapi vill ég spila á háu getustigi. Núna er ég bara í endurhæfingu og að vinna í því að koma mér í gang.“ „Ég á ekki mikið eftir af endurhæfingunni, var á vellinum að hlaupa í dag. Verður maður ekki að setja þetta í hendurnar á einhverjum æðri mætti? Það sem gerist, gerist,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson að lokum í spjalli sínu við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Guðlaugur Victor samdi við Eupen fyrir síðustu leiktíð og skrifaði undir þriggja ára samning. Þegar hann skrifaði undir taldi hann liðið vera á uppleið en annað hafi komið á daginn og á endanum hafi liðið fallið. „Maður sá snemma að það væri að stefna í fall, því miður. Þetta er skrítinn og illa rekinn klúbbur,“ segir Guðlaugur Victor í Dr. Football. „Það eru miklir möguleikar þarna og við trúðum á þetta verkefni þegar við fórum þangað. Eigendurnir frá Katar og það er talsvert fjármagn,“ bætti hann við en Alfreð Finnbogason samdi einnig við Eupen fyrir síðustu leiktíð. Eupen styrkti hópinn fyrir tímabilið og sótti þjálfarann Florian Kohfeldt sem hafði áður stýrt Wolfsburg og Werder Bremen í Þýskalandi. Guðlaugur Victor þekkti til hans eftir að hafa sjálfur spilað með Darmstadt 98 og Schalke 04. Kohfeldt hætti í mars síðastliðnum. Svo snerist umræðan að endurkomu Guðlaugs Victors til Evrópu eftir að hafa spilað með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá 2022-23. Guðlaugur Victor í leik með D.C. United.Andrew Katsampes/Getty Images „Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó. Vildi vera nær systur minni og komast aftur á meginlandið. Ég lét umboðsmanninn minn vita af því og þessi möguleiki kom upp.“ Guðlaugur Victor sagðist hafa tekið slaginn því Florian var við stjórnvölinn og hann var að leita að reynslumiklum leikmanni í vörnina. Þá var samningurinn ekki slæmur. „Félagið bauð mér þannig samning að ég gat ekki sagt nei,“ sagði varnarmaðurinn en hann gefur bænum ekki háa einkunn. Það búa undir 20 þúsund manns þarna og ekkert „sexí“ við þetta eins og Guðlaugur Victor segir. „Verkefnið hljómaði hins vegar þannig að ég var til í þetta. Þeir fengu leikmenn með reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni svo þetta tikkaði í öll boxin.“ Alfreð og Guðlaugur Victor á góðri stundu.Isosport/Getty Images Eftir fallið breyttust hlutirnir hratt „Við fengum launin okkar greidd en eftir að við féllum komu þau tveimur vikum of seint, peningurinn er samt kominn inn.“ Nú þegar aðeins tvær vikur í að undirbúningstímabil eigi að hefjast fyrir leiktíðina 2024-25 þá er staðan heldur undarleg. „Það er enginn þjálfari, enginn styrktarþjálfari og enginn sjúkraþjálfari. Menn vita ekki hvaða fjármagn Katararnir ætla að láta í félagið svo það er ekki hægt að ráða neinn.“ Íhugar að færa sig um set „Ég er sjálfur meiddur og búinn að vera meiddur síðustu sex vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fara út í endurhæfingu. Maður veit ekki neitt, þetta er allt mjög skrítið.“ Aðspurður viðurkenndi Guðlaugur Victor að hann væri að íhuga að hugsa sér til hreyfings. Hann er þó raunsær varðandi stöðu sína. „Eins og fótbolti virkar, sérstaklega þegar maður er 33 ára gamall, þá er maður ekkert að tína samning upp af götunni. Ég á tvö ár eftir svo það er spurning hvort ég mætti fara frítt eða hvort það þyrfti að greiða fyrir mig. Það getur spilað stóra rullu í þessu.“ Guðlaugur Victor á að baki 44 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Vísir/Hulda Margrét Jafnframt viðurkenndi Guðlaugur Victor að honum langaði að spila á hærra getustigi en B-deildinni í Belgíu. „Ég er á frábærum samning og ég er 33 ára. Maður þarf að vega og meta þetta. Fjárhagslega hliðin er mikilvæg, en að sama skapi vill ég spila á háu getustigi. Núna er ég bara í endurhæfingu og að vinna í því að koma mér í gang.“ „Ég á ekki mikið eftir af endurhæfingunni, var á vellinum að hlaupa í dag. Verður maður ekki að setja þetta í hendurnar á einhverjum æðri mætti? Það sem gerist, gerist,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson að lokum í spjalli sínu við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira