Nýjasta súperstjarna heimsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. júní 2024 07:01 Sabrina Carpenter er nýjasta súperstjarna heimsins. Astrida Valigorsky/Getty Images Frægðarsól tónlistarkonunnar Sabrina Carpenter hefur aldrei skinið jafn skært og nú. Hún á tvö mest spiluðu lög í heimi um þessar mundir, er að slá sér upp með hjartaknúsaranum og leikaranum Barry Keoghan, kemur fram á tónleikum og viðburðum um allan heim og stelur ósjaldan senunni í einstökum klæðaburði. Lífið á Vísi fer hér stuttlega yfir feril þessarar rísandi stórstjörnu og hennar bestu augnablik þegar kemur að klæðaburði. Sabrina er fædd árið 1999 í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum og hefur verið að gefa út tónlist frá árinu 2012. Hún fór meðal annars með hlutverk í þáttaseríunni Girl Meets World á Disney Channel og hefur leikið minni hlutverk í fjöldanum öllum af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum frá árinu 2011. Í fyrra hitaði hún upp á tónleikaferðalagi Taylor Swift og söng meðal annars með henni á sviði. Árið 2022 gaf hún út plötuna emails i can’t send og ári síðar emails i can’t send fwd:. Báðar plötur náðu miklu flugi og eru sum hver lögin með hundruði milljóna spilana. Þrátt fyrir að hafa verið þekkt jafn lengi má segja að hún hafi orðið að súperstjörnu við útgáfu lagsins Espresso sem kom út 12. apríl síðastliðinn en lagið er með um 600 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. View this post on Instagram A post shared by Sabrina Carpenter (@sabrinacarpenter) Þá er Sabrina með 73 milljón mánaðarlega hlustendur þar og 36 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Lagið hefur sömuleiðis slegið í gegn á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram og notið mikilla vinsælda hérlendis. Línan I'm working late cuz I'm a singer, eða ég er að vinna lengi því ég er söngkona, úr laginu hefur sömuleiðis farið sem eldur um sinu á Internetinu og söng Adele línuna meðal annars á tónleikum sínum á dögunum. @adeleaccess ‘cause I’m a singerrrr 💁♀️ @Sabrina Carpenter #adele #weekendswithadele #adelevegas #adelelive #espresso #fyp ♬ Espresso - Sabrina Carpenter Samkvæmt samfélagsmiðlum er Sabrina tvíkynhneigð og hefur í mörg ár verið opinber stuðningskona LGBTQ+ samfélagsins. View this post on Instagram A post shared by The Governors Ball (@govballnyc) Hún og Barry Keoghan byrjuðu að slá sér upp síðla síðasta árs og leikur hann meðal annars á móti henni í tónlistarmyndbandi við lagið hennar Please, please, please. Lagið er númer eitt á vinsældarlistanum Top 50 Global á Spotify og Espresso fylgir fast á eftir í öðru sæti. Myndbandið við Please, please, please má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Það virðast sannarlega bjartir tímar framundan í ferli Sabrinu en nýverið kom hún fram í fyrsta sinn á hinum virta Wembley Arena í Englandi fyrir framan hvorki meira né minna en 80 þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by Sabrina Carpenter (@sabrinacarpenter) Hér má sjá nokkur eftirminnileg tískumóment hjá Sabrinu en mjög stutt pils og uppháir sokkar eru einkennandi fyrir hana: Sabrina klæddist hönnun Roberto Cavalli á tónlistarhátíðinni Coachella. Hvítu og bláu litirnir vinna vel saman og sólgleraugun smellpassa við lúkkið.Frazer Harrison/Getty Images for Coachella Sabrina klæddist ljósgulum míníkjól með hjarta á tónlistarhátíðinni Governors Ball sem haldin er á eyju fyrir utan Manhattan á ári hverju. Kjóllinn er eftir úkraínska hönnuðinn Frolov og hefur Sabrina áður klæðst sömu hönnun.Nina Westervelt/Billboard via Getty Images Sabrina í hvítu á Times Square í New York um áramótin við háa hvíta sokka, hvíta útsaumaða hanska og silfurskó.Taylor Hill/WireImage Ofurparið Barry Keoghan og Sabrina Carpenter á Met Gala í ár. Sabrina klæddist hönnun Oscar de la Renta.Kevin Mazur/MG24/Getty Images for The Met Museum/Vogue Sabrina á tískuviku í París á viðburði tískurisans Louis Vuitton.Antoine Flament/Getty Images Sabrina á jólatónleikum KISS108's í Boston í úkraínskri hönnun Frolov.Dave Kotinsky/Getty Images for iHeartRadio Sabrina Carpenter kom fram á BBC Radio 1's Big Weekend 2024 í Luton, Englandi í vintage kjól frá Roberto Cavalli.Jo Hale/Redferns View this post on Instagram A post shared by Sabrina Carpenter (@sabrinacarpenter) Tónlist Hollywood Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lífið á Vísi fer hér stuttlega yfir feril þessarar rísandi stórstjörnu og hennar bestu augnablik þegar kemur að klæðaburði. Sabrina er fædd árið 1999 í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum og hefur verið að gefa út tónlist frá árinu 2012. Hún fór meðal annars með hlutverk í þáttaseríunni Girl Meets World á Disney Channel og hefur leikið minni hlutverk í fjöldanum öllum af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum frá árinu 2011. Í fyrra hitaði hún upp á tónleikaferðalagi Taylor Swift og söng meðal annars með henni á sviði. Árið 2022 gaf hún út plötuna emails i can’t send og ári síðar emails i can’t send fwd:. Báðar plötur náðu miklu flugi og eru sum hver lögin með hundruði milljóna spilana. Þrátt fyrir að hafa verið þekkt jafn lengi má segja að hún hafi orðið að súperstjörnu við útgáfu lagsins Espresso sem kom út 12. apríl síðastliðinn en lagið er með um 600 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. View this post on Instagram A post shared by Sabrina Carpenter (@sabrinacarpenter) Þá er Sabrina með 73 milljón mánaðarlega hlustendur þar og 36 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Lagið hefur sömuleiðis slegið í gegn á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram og notið mikilla vinsælda hérlendis. Línan I'm working late cuz I'm a singer, eða ég er að vinna lengi því ég er söngkona, úr laginu hefur sömuleiðis farið sem eldur um sinu á Internetinu og söng Adele línuna meðal annars á tónleikum sínum á dögunum. @adeleaccess ‘cause I’m a singerrrr 💁♀️ @Sabrina Carpenter #adele #weekendswithadele #adelevegas #adelelive #espresso #fyp ♬ Espresso - Sabrina Carpenter Samkvæmt samfélagsmiðlum er Sabrina tvíkynhneigð og hefur í mörg ár verið opinber stuðningskona LGBTQ+ samfélagsins. View this post on Instagram A post shared by The Governors Ball (@govballnyc) Hún og Barry Keoghan byrjuðu að slá sér upp síðla síðasta árs og leikur hann meðal annars á móti henni í tónlistarmyndbandi við lagið hennar Please, please, please. Lagið er númer eitt á vinsældarlistanum Top 50 Global á Spotify og Espresso fylgir fast á eftir í öðru sæti. Myndbandið við Please, please, please má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Það virðast sannarlega bjartir tímar framundan í ferli Sabrinu en nýverið kom hún fram í fyrsta sinn á hinum virta Wembley Arena í Englandi fyrir framan hvorki meira né minna en 80 þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by Sabrina Carpenter (@sabrinacarpenter) Hér má sjá nokkur eftirminnileg tískumóment hjá Sabrinu en mjög stutt pils og uppháir sokkar eru einkennandi fyrir hana: Sabrina klæddist hönnun Roberto Cavalli á tónlistarhátíðinni Coachella. Hvítu og bláu litirnir vinna vel saman og sólgleraugun smellpassa við lúkkið.Frazer Harrison/Getty Images for Coachella Sabrina klæddist ljósgulum míníkjól með hjarta á tónlistarhátíðinni Governors Ball sem haldin er á eyju fyrir utan Manhattan á ári hverju. Kjóllinn er eftir úkraínska hönnuðinn Frolov og hefur Sabrina áður klæðst sömu hönnun.Nina Westervelt/Billboard via Getty Images Sabrina í hvítu á Times Square í New York um áramótin við háa hvíta sokka, hvíta útsaumaða hanska og silfurskó.Taylor Hill/WireImage Ofurparið Barry Keoghan og Sabrina Carpenter á Met Gala í ár. Sabrina klæddist hönnun Oscar de la Renta.Kevin Mazur/MG24/Getty Images for The Met Museum/Vogue Sabrina á tískuviku í París á viðburði tískurisans Louis Vuitton.Antoine Flament/Getty Images Sabrina á jólatónleikum KISS108's í Boston í úkraínskri hönnun Frolov.Dave Kotinsky/Getty Images for iHeartRadio Sabrina Carpenter kom fram á BBC Radio 1's Big Weekend 2024 í Luton, Englandi í vintage kjól frá Roberto Cavalli.Jo Hale/Redferns View this post on Instagram A post shared by Sabrina Carpenter (@sabrinacarpenter)
Tónlist Hollywood Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira