Til hamingju Grænland Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. júní 2024 13:30 Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Grænland Norðurlandaráð Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun