Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og krónan leyfa? Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. júní 2024 08:01 Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga hluta landsmanna, bænda og sjómanna í hinum dreifðu byggðum landsins, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín og hans Asíu mátar, opna augu Evrópubúa enn betur, en áður var, fyrir nausyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu allra Evrópuþjóða. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, og hefur því verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - síðast var það kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið og gjaldmiðill þess býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í stefnumörkun og regluverki ESB eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Vert er hér að rifja upp grunnregluverk og grunngildi ESB: (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) hörð viðspyrna við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstök vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, og um Tyrkland. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir hana, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – að missa spottana, til að kippa í, úr höndum sér. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Ef menn vilja sjá fyrir endann á þeirri sérhagsmunagæzlu og því klíku- og spillingarveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, verða þeir að hafa það sterklega í huga. Kosningar 2025. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga hluta landsmanna, bænda og sjómanna í hinum dreifðu byggðum landsins, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín og hans Asíu mátar, opna augu Evrópubúa enn betur, en áður var, fyrir nausyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu allra Evrópuþjóða. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, og hefur því verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - síðast var það kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið og gjaldmiðill þess býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í stefnumörkun og regluverki ESB eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Vert er hér að rifja upp grunnregluverk og grunngildi ESB: (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) hörð viðspyrna við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstök vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, og um Tyrkland. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir hana, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – að missa spottana, til að kippa í, úr höndum sér. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Ef menn vilja sjá fyrir endann á þeirri sérhagsmunagæzlu og því klíku- og spillingarveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, verða þeir að hafa það sterklega í huga. Kosningar 2025. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun