Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 15:46 Samkvæmt ákæru mun aksturinn hafa hafist í Lágmúla í Reykjavík og endað við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Leiðin hefur verið einhvernveginn eins og sjá má á kortinu. Vísir/Já.is Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.
Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira