„Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 13:16 Jóhanna Lilja segir boltann hjá ráðherra. Það verði að tryggja aðkomu Sjúkratrygginga. Mynd/Aðsend og Intuens Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg. Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að eftir að Intuens ehf. var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til SÍ og heilbrigðisráðherra að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Í áliti Samkeppniseftirlitsins segir að innkoma fyrirtækisins hvati samkeppni á markaði. Þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. „Við erum dálítið fúl í félaginu að Sjúkratryggingar skuli ekki semja við Intuens,“ segir Jóhanna Lilja og að það séu nokkrar ástæður fyrir því. „Til dæmis er þetta eina myndgreiningarfyrirtækið sem á brjóstaspólur, fyrir utan Landspítalann. Landspítalinn gerir þessar rannsóknir í yfirvinnu og á hátíðisdögum. Konurnar okkur fara í þessar rannsóknir á 17. júní og öðrum hátíðisdögum,“ segir hún. Brjóstaspólurnar eru nauðsynlegar í myndatökuna. Bráðaþjónusta í forgangi Hún segir afar erfitt fyrir til dæmis konur utan af landi að treysta á þjónustu Landspítalans þegar hún geti riðlast vegna bráðaþjónustu. Sem dæmi hafi kona komið frá Vestfjörðum til að fara í þessa rannsókn á Landspítalanum. Vegna þess að það varð slys sem þurfti að sinna á spítalanum var rannsókninni frestað. „Hún svo látin bíða í þrjá mánuði í viðbót. Við eigum rétt á þessari brjóstamyndatöku einu sinni á ári. Svo líður hálft ár og þá fara konur í venjulega brjóstamyndatöku. Það eru 86 prósent líkur á að fá krabbamein þegar maður er með BRCA gen og þetta setur okkar konur í svakalegan heilsukvíða ef þær fá ekki þennan tíma einu sinni á ári. Sérstaklega fyrir þær sem ekki eru búnar að fara í áhættuminnkandi aðgerðir,“ segir Jóhanna Lilja og á þá við til dæmis brjóstnám. „Intuens er með betri græju. Hún er nýrri og þú ert helmingi fljótari í myndrannsókn en hjá Landspítalanum. Það eru margir með innilokunarkennd í þessu röri. Það segir sig sjálft að þetta er miklu betra tæki og við skiljum ekki af hverju það er ekki samið við þau. SÍ er með samning við önnur einkafyrirtæki eins og Domus Medica,“ segir Jóhanna Lilja og hún vilji vita hvað valdi að ekki sé samið líka við Intuens. Intuens ehf. hefur verið gagnrýnt af ýmsum heilbrigðisstarfsmönnum fyrir heilskimanir sem það bauð upp á í fyrra. Landlæknisembættið óskaði eftir því að starfsemin yrði stöðvuð en við lok árs úrskurðaði ráðuneytið að ekki væru forsendur til að stöðva starfsemi þeirra í ljósi þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingu á starfseminni. Beint að óþarfa heilskimunum ekki að skimunum almennt Jóhanna Lilja segist skilja gagnrýnina, en bendir þó á að gagnrýninni hafi aðallega verið beint að heilskimunum fyrirtækisins en ekki að tækinu sjálfu eða gagnsemi þess við brjóstaskimun. „Þeir ætluðu fyrst að fara í brjóstaskimun en fengu ekki samning,“ segir Jóhanna Lilja og að hún hafi skilning á því að fyrirtækið hafi þá reynt að afla sér tekna með öðrum hætti. Hún geti á sama tíma líka skilið að fólk sem kannski hafi átt við einhvern heilsuvanda að stríða vilji fara í slíka skimun til að útiloka frekari vandamál. „Fólk sem hefur fengið krabbamein vill kannski fara í skimun á fimm eða sex ára fresti. Fyrir suma er þessi heilskimun eitthvað sem fólk vill gera því það á sér sína sögu. Ég mæli ekki með því að heilskima alla BRCA, en ég skil alveg að fólk vilji þetta.“ Brakkasamtökin hafi sent erindi á heilbrigðisráðherra um málið en þau hafi ekki fengið nein viðbrögð. „Við viljum ýta á eftir því að okkur konur fái betri þjónustu. Það gengur ekki að þær þurfi að bíða í marga mánuði eftir myndgreiningu eða niðurstöður úr myndgreiningu og að þær þurfi að sækja þessa þjónustu á 17. júní eða öðrum rauðum dögum þegar þær, eins og aðrir, vilja vera í fríi.“ Auk geti, segir Jóhanna Lilja, margt geta gerst á nokkrum mánuðum hjá fólki sem sé í slíkri áhættu. „Konur er ekkert að leika sér að því að fara í unnvörpum í áhættuminnkandi aðgerðir að láta taka af sér brjóstin. Þetta er bara því þú getur ekki hugsað þér að hugsa stanslaust um það hvort þú sért komin með krabbamein,“ segir Jóhanna Lilja. Erfiðar minningar Auk þess segir hún margar af félögum Brakkasamtakanna eiga afar erfiðar minningar af spítalanum og því myndi það minnka kvíða að geta farið annað í myndatöku. „Okkur konur eru margar búnar að missa stóran hluta fjölskyldunnar í krabbamein. Þá ertu búinn að sitja yfir ættingjum þínum og horfa á þau deyja þarna. Þá langar þig ekkert að fara inn á Landspítalann einu sinni eða tvisvar á ári eins og við þurfum að gera. Heilsukvíðinn er auðvitað tengdur því að hafa misst alla ættingja þína þarna. Okkur finnst SÍ vera að gera okkur illt með því að geta ekki samið og tryggt okkur þá þjónustu sem við eigum rétt á. Við eigum rétt á tveimur myndrannsóknum á ári. Önnur fer fram með því að pressa brjóstið á milli, og hin er í MRI tæki.“ Jóhanna Lilja segir samtökin vilja skýr svör varðandi þetta. „Það þarf að koma skýrt fram hvað komi í veg fyrir að það sé samið. Landlæknir hefur gefið út starfsleyfi. Það er flott græja þarna og við skiljum ekki af hverju það er ekki hægt að semja við þá sem eiga eina myndgreiningarfyrirtækið sem á brjóstaspólu utan spítalans. Þetta myndi létta á sjúkrahúsinu. Okkar konur eru ekki sjúklingar þegar þær eru að fara í þessa skoðun. Það er flott umhverfi hjá Intuens. Manni líður bara eins og maður sé á leið í klippingu. Við þurfum ekki að teppa Landspítala sem er yfirkeyrður.“ Heilbrigðismál Krabbamein Jafnréttismál Samkeppnismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Tengdar fréttir Bætt þjónusta og minni kostnaður, er hægt að biðja um það betra? Næstum því daglega heyrum við fréttir af heilbrigðiskerfinu - oftar en ekki neikvæðar, en inn á milli eru þær jákvæðar og gefa okkur sem berjumst fyrir hagsmunum einstaklinga sem þurfa að treysta á heilbrigðiskerfið von. 12. júní 2024 09:45 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. 23. nóvember 2023 11:30 Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. 14. mars 2024 18:45 Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 2. desember 2023 09:01 Ætlaði ekki að verða þrítug og enn með sín brjóst „Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini. 19. nóvember 2023 13:39 Fjögur prósent Íslendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífslíkum Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni. 9. nóvember 2023 00:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að eftir að Intuens ehf. var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til SÍ og heilbrigðisráðherra að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Í áliti Samkeppniseftirlitsins segir að innkoma fyrirtækisins hvati samkeppni á markaði. Þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. „Við erum dálítið fúl í félaginu að Sjúkratryggingar skuli ekki semja við Intuens,“ segir Jóhanna Lilja og að það séu nokkrar ástæður fyrir því. „Til dæmis er þetta eina myndgreiningarfyrirtækið sem á brjóstaspólur, fyrir utan Landspítalann. Landspítalinn gerir þessar rannsóknir í yfirvinnu og á hátíðisdögum. Konurnar okkur fara í þessar rannsóknir á 17. júní og öðrum hátíðisdögum,“ segir hún. Brjóstaspólurnar eru nauðsynlegar í myndatökuna. Bráðaþjónusta í forgangi Hún segir afar erfitt fyrir til dæmis konur utan af landi að treysta á þjónustu Landspítalans þegar hún geti riðlast vegna bráðaþjónustu. Sem dæmi hafi kona komið frá Vestfjörðum til að fara í þessa rannsókn á Landspítalanum. Vegna þess að það varð slys sem þurfti að sinna á spítalanum var rannsókninni frestað. „Hún svo látin bíða í þrjá mánuði í viðbót. Við eigum rétt á þessari brjóstamyndatöku einu sinni á ári. Svo líður hálft ár og þá fara konur í venjulega brjóstamyndatöku. Það eru 86 prósent líkur á að fá krabbamein þegar maður er með BRCA gen og þetta setur okkar konur í svakalegan heilsukvíða ef þær fá ekki þennan tíma einu sinni á ári. Sérstaklega fyrir þær sem ekki eru búnar að fara í áhættuminnkandi aðgerðir,“ segir Jóhanna Lilja og á þá við til dæmis brjóstnám. „Intuens er með betri græju. Hún er nýrri og þú ert helmingi fljótari í myndrannsókn en hjá Landspítalanum. Það eru margir með innilokunarkennd í þessu röri. Það segir sig sjálft að þetta er miklu betra tæki og við skiljum ekki af hverju það er ekki samið við þau. SÍ er með samning við önnur einkafyrirtæki eins og Domus Medica,“ segir Jóhanna Lilja og hún vilji vita hvað valdi að ekki sé samið líka við Intuens. Intuens ehf. hefur verið gagnrýnt af ýmsum heilbrigðisstarfsmönnum fyrir heilskimanir sem það bauð upp á í fyrra. Landlæknisembættið óskaði eftir því að starfsemin yrði stöðvuð en við lok árs úrskurðaði ráðuneytið að ekki væru forsendur til að stöðva starfsemi þeirra í ljósi þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingu á starfseminni. Beint að óþarfa heilskimunum ekki að skimunum almennt Jóhanna Lilja segist skilja gagnrýnina, en bendir þó á að gagnrýninni hafi aðallega verið beint að heilskimunum fyrirtækisins en ekki að tækinu sjálfu eða gagnsemi þess við brjóstaskimun. „Þeir ætluðu fyrst að fara í brjóstaskimun en fengu ekki samning,“ segir Jóhanna Lilja og að hún hafi skilning á því að fyrirtækið hafi þá reynt að afla sér tekna með öðrum hætti. Hún geti á sama tíma líka skilið að fólk sem kannski hafi átt við einhvern heilsuvanda að stríða vilji fara í slíka skimun til að útiloka frekari vandamál. „Fólk sem hefur fengið krabbamein vill kannski fara í skimun á fimm eða sex ára fresti. Fyrir suma er þessi heilskimun eitthvað sem fólk vill gera því það á sér sína sögu. Ég mæli ekki með því að heilskima alla BRCA, en ég skil alveg að fólk vilji þetta.“ Brakkasamtökin hafi sent erindi á heilbrigðisráðherra um málið en þau hafi ekki fengið nein viðbrögð. „Við viljum ýta á eftir því að okkur konur fái betri þjónustu. Það gengur ekki að þær þurfi að bíða í marga mánuði eftir myndgreiningu eða niðurstöður úr myndgreiningu og að þær þurfi að sækja þessa þjónustu á 17. júní eða öðrum rauðum dögum þegar þær, eins og aðrir, vilja vera í fríi.“ Auk geti, segir Jóhanna Lilja, margt geta gerst á nokkrum mánuðum hjá fólki sem sé í slíkri áhættu. „Konur er ekkert að leika sér að því að fara í unnvörpum í áhættuminnkandi aðgerðir að láta taka af sér brjóstin. Þetta er bara því þú getur ekki hugsað þér að hugsa stanslaust um það hvort þú sért komin með krabbamein,“ segir Jóhanna Lilja. Erfiðar minningar Auk þess segir hún margar af félögum Brakkasamtakanna eiga afar erfiðar minningar af spítalanum og því myndi það minnka kvíða að geta farið annað í myndatöku. „Okkur konur eru margar búnar að missa stóran hluta fjölskyldunnar í krabbamein. Þá ertu búinn að sitja yfir ættingjum þínum og horfa á þau deyja þarna. Þá langar þig ekkert að fara inn á Landspítalann einu sinni eða tvisvar á ári eins og við þurfum að gera. Heilsukvíðinn er auðvitað tengdur því að hafa misst alla ættingja þína þarna. Okkur finnst SÍ vera að gera okkur illt með því að geta ekki samið og tryggt okkur þá þjónustu sem við eigum rétt á. Við eigum rétt á tveimur myndrannsóknum á ári. Önnur fer fram með því að pressa brjóstið á milli, og hin er í MRI tæki.“ Jóhanna Lilja segir samtökin vilja skýr svör varðandi þetta. „Það þarf að koma skýrt fram hvað komi í veg fyrir að það sé samið. Landlæknir hefur gefið út starfsleyfi. Það er flott græja þarna og við skiljum ekki af hverju það er ekki hægt að semja við þá sem eiga eina myndgreiningarfyrirtækið sem á brjóstaspólu utan spítalans. Þetta myndi létta á sjúkrahúsinu. Okkar konur eru ekki sjúklingar þegar þær eru að fara í þessa skoðun. Það er flott umhverfi hjá Intuens. Manni líður bara eins og maður sé á leið í klippingu. Við þurfum ekki að teppa Landspítala sem er yfirkeyrður.“
Heilbrigðismál Krabbamein Jafnréttismál Samkeppnismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Tengdar fréttir Bætt þjónusta og minni kostnaður, er hægt að biðja um það betra? Næstum því daglega heyrum við fréttir af heilbrigðiskerfinu - oftar en ekki neikvæðar, en inn á milli eru þær jákvæðar og gefa okkur sem berjumst fyrir hagsmunum einstaklinga sem þurfa að treysta á heilbrigðiskerfið von. 12. júní 2024 09:45 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. 23. nóvember 2023 11:30 Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. 14. mars 2024 18:45 Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 2. desember 2023 09:01 Ætlaði ekki að verða þrítug og enn með sín brjóst „Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini. 19. nóvember 2023 13:39 Fjögur prósent Íslendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífslíkum Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni. 9. nóvember 2023 00:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Bætt þjónusta og minni kostnaður, er hægt að biðja um það betra? Næstum því daglega heyrum við fréttir af heilbrigðiskerfinu - oftar en ekki neikvæðar, en inn á milli eru þær jákvæðar og gefa okkur sem berjumst fyrir hagsmunum einstaklinga sem þurfa að treysta á heilbrigðiskerfið von. 12. júní 2024 09:45
Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03
Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. 23. nóvember 2023 11:30
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29
Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. 14. mars 2024 18:45
Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 2. desember 2023 09:01
Ætlaði ekki að verða þrítug og enn með sín brjóst „Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini. 19. nóvember 2023 13:39
Fjögur prósent Íslendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífslíkum Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni. 9. nóvember 2023 00:02