Hækkum lágmarkið Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. júní 2024 10:00 Hækkun á fæðingarstyrk til stúdenta er nauðsynlegt næsta skref hvað varðar fæðingarorlofið, sem og hækkun lágmarksgreiðslna úr fæðingarorlofssjóði og afnám 20% skerðingar á greiðslum til bóta fyrir þau lægst launuðu. Það er gríðarlega mikilvægt að foreldrar fái svigrúm og stuðning til að rækta skyldur sínar og sinna þeirri ábyrgð sem barneignir eru með stuðningi samfélagsins. Ríkisvaldið þarf að koma sterkt inn með lögum, reglugerðum og fjármagni. Hið opinbera á og verður að styðja við barnafjölskyldur bæði með bótum og þjónustu. Að fæðingartíðni á Íslandi sé komin í 1,5 barn er virkilega umhugsunarvert sem og að foreldrar með hærri tekjur eignist frekar börn en þeir tekjulægri. Einnig þarf að styrkja betur umhverfi einstæðra foreldra og fjölburaforeldra, alltaf með þarfir barnanna í huga. Ungir foreldrar og fátækt Kerfið í dag er nokkurn veginn svona; fæðingarorlof með tekjutengdum greiðslum (80% af launum og hámarks þaki) í 12 mánuði og síðan niðurgreidd leikskóladvöl upp að grunnskólagöngu, ásamt barnabótum fyrir þau lægst launuðu upp að 18 ára aldri barna. Markmið með fæðingarorlofi er að tryggja börnum jöfnuð og sem besta umönnun á þessu mikilvæga æviskeiði þeirra en líka að auðvelda foreldrum að stunda nám og vinnu til að mæta eigin þörfum og fjármagna heimilishald. Betur má ef duga skal eins og ítrekað hefur komið fram í ræðu og riti margra undanfarið. Allt of mörg börn líða skort og alltof margar barnafjölskyldur þreyja þorrann allan ársins hring. Kvíði, áhyggjur og álag sem ungum foreldrum er tíðrætt um er umhugsunarvert viðfangsefni og við því þarf að bregðast. Mín skoðun sú að lenging fæðingarorlofs sé besta lausnin en þá þarf að tryggja sanngjarnar greiðslur til nýbakaðra foreldra en svo er ekki í dag fyrir þau sem lægstu tekjurnar hafa. Við verðum að nýta greiðslur fæðingarorlofssjóðs sem það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Hækkun á greiðsluþaki, jákvætt skref en ekki nóg Á þeim tíma sem fæðingarorlof var sex mánuðir með lágum greiðslum voru það nær eingöngu mæður sem nýttu sér það. Réttur barna til umönnunar beggja foreldra var skýrður með lögum um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 (með breytingum 2003, 2004 og 2006) og enn frekar með nýjum lögum árið 2021 þar sem orlofsrétti var skipt jafnt milli foreldra, þó hægt sé að framselja sex vikur í hvora áttina. Við þetta jókst þátttaka feðra í umönnun barna en hann einskorðast þó því miður yfirleitt við óframseljanlegan rétt þeirra og mæður nýta eigin rétt sem og þann framseljanlega. Orlofstaka er því enn frekar kynjuð þar sem mæður taka oftast lengra orlof og því miður eru dæmi um að þær fái refsistig fyrir fjarveru frá vinnumarkaði, með því að dreifa orlofinu sínu svo það nái yfir lengri tíma og eru því mun lengur en feður fjarverandi frá vinnumarkaði. Feður með hærri tekjur hafa verið líklegri til að taka ekki fæðingarorlof, en það mun vonandi breytast með hækkun á greiðsluþaki. Sigur er alls ekki í höfn þó greiðsluþakið hafi hækkað, enn bíða tekjulágir, nemar, einstæðir foreldrar og fjölburaforeldrar. Námsmenn sem foreldrar Námsmenn bera enn skarðan hlut frá borði með sinn 200 þúsund króna fæðingarstyrk. Þeir eru með lágar tekjur fyrir eins og oft hefur komið fram og þegar kemur að barneignum eru mörg sem basla með afar litlar tekjur. Þá eru það þau sem eru með undir 600 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er töluvert undir meðallaunum og fá samt skerðingu upp á 20% sem gerir það að verkum að lítið er eftir þegar upp er staðið og veldur því að margar barnafjölskyldur búa við fátækt. Nú ríður á að nema þessa skerðingu á brott. Um leið verður að hækka greiðslur til námsmanna umtalsvert. Það er nefnilega þannig að stór hluti barnafólks er ýmist í námi eða að hefja starfsferil og því ekki tekjuhár. Þennan hóp verðum við sem samfélag að standa vörð um og sjá til þess að öll börn sem fæðast hér á landi fái besta upphaf sem völ er á. Kynjahalli orlofstöku og helvítisgjáin Gapið milli loka fæðingarorlofs og upphaf leikskóladvalar barna gætum við sannarlega kallað helvítisgjá en því tímabili kvíða flestir foreldrar og þá kemur kynjahallinn berlega í ljós. Mæður fara frekar í hlutastarf eða taka á sig aðrar skerðingar t.d. með launaleysi eða frítöku frá námi og eru þannig með gap í ferilskrá sinni eða námsferli og án lífeyrisréttinda. Árið 2017 höfðu 77% foreldrar barna um þriggja ára aldur skipt jafnt með sér uppeldi barna sinna. Við þurfum að gera betur. Með tvöföldun fæðingarorlofs, afnámi skerðinga og hækkun á fæðingastyrk og lágmarksgreiðslum getum við létt miklum áhyggjum og kvíða af foreldrum, bætt uppeldisaðstæður barna, auðgað fjölskyldulíf, eflt tengslamyndun og aukið hamingju barnafjölskyldna. Í raun er hér um að ræða risastórt lýðheilsumál og undir er hamingja og velferð þjóðar. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Hækkun á fæðingarstyrk til stúdenta er nauðsynlegt næsta skref hvað varðar fæðingarorlofið, sem og hækkun lágmarksgreiðslna úr fæðingarorlofssjóði og afnám 20% skerðingar á greiðslum til bóta fyrir þau lægst launuðu. Það er gríðarlega mikilvægt að foreldrar fái svigrúm og stuðning til að rækta skyldur sínar og sinna þeirri ábyrgð sem barneignir eru með stuðningi samfélagsins. Ríkisvaldið þarf að koma sterkt inn með lögum, reglugerðum og fjármagni. Hið opinbera á og verður að styðja við barnafjölskyldur bæði með bótum og þjónustu. Að fæðingartíðni á Íslandi sé komin í 1,5 barn er virkilega umhugsunarvert sem og að foreldrar með hærri tekjur eignist frekar börn en þeir tekjulægri. Einnig þarf að styrkja betur umhverfi einstæðra foreldra og fjölburaforeldra, alltaf með þarfir barnanna í huga. Ungir foreldrar og fátækt Kerfið í dag er nokkurn veginn svona; fæðingarorlof með tekjutengdum greiðslum (80% af launum og hámarks þaki) í 12 mánuði og síðan niðurgreidd leikskóladvöl upp að grunnskólagöngu, ásamt barnabótum fyrir þau lægst launuðu upp að 18 ára aldri barna. Markmið með fæðingarorlofi er að tryggja börnum jöfnuð og sem besta umönnun á þessu mikilvæga æviskeiði þeirra en líka að auðvelda foreldrum að stunda nám og vinnu til að mæta eigin þörfum og fjármagna heimilishald. Betur má ef duga skal eins og ítrekað hefur komið fram í ræðu og riti margra undanfarið. Allt of mörg börn líða skort og alltof margar barnafjölskyldur þreyja þorrann allan ársins hring. Kvíði, áhyggjur og álag sem ungum foreldrum er tíðrætt um er umhugsunarvert viðfangsefni og við því þarf að bregðast. Mín skoðun sú að lenging fæðingarorlofs sé besta lausnin en þá þarf að tryggja sanngjarnar greiðslur til nýbakaðra foreldra en svo er ekki í dag fyrir þau sem lægstu tekjurnar hafa. Við verðum að nýta greiðslur fæðingarorlofssjóðs sem það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Hækkun á greiðsluþaki, jákvætt skref en ekki nóg Á þeim tíma sem fæðingarorlof var sex mánuðir með lágum greiðslum voru það nær eingöngu mæður sem nýttu sér það. Réttur barna til umönnunar beggja foreldra var skýrður með lögum um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 (með breytingum 2003, 2004 og 2006) og enn frekar með nýjum lögum árið 2021 þar sem orlofsrétti var skipt jafnt milli foreldra, þó hægt sé að framselja sex vikur í hvora áttina. Við þetta jókst þátttaka feðra í umönnun barna en hann einskorðast þó því miður yfirleitt við óframseljanlegan rétt þeirra og mæður nýta eigin rétt sem og þann framseljanlega. Orlofstaka er því enn frekar kynjuð þar sem mæður taka oftast lengra orlof og því miður eru dæmi um að þær fái refsistig fyrir fjarveru frá vinnumarkaði, með því að dreifa orlofinu sínu svo það nái yfir lengri tíma og eru því mun lengur en feður fjarverandi frá vinnumarkaði. Feður með hærri tekjur hafa verið líklegri til að taka ekki fæðingarorlof, en það mun vonandi breytast með hækkun á greiðsluþaki. Sigur er alls ekki í höfn þó greiðsluþakið hafi hækkað, enn bíða tekjulágir, nemar, einstæðir foreldrar og fjölburaforeldrar. Námsmenn sem foreldrar Námsmenn bera enn skarðan hlut frá borði með sinn 200 þúsund króna fæðingarstyrk. Þeir eru með lágar tekjur fyrir eins og oft hefur komið fram og þegar kemur að barneignum eru mörg sem basla með afar litlar tekjur. Þá eru það þau sem eru með undir 600 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er töluvert undir meðallaunum og fá samt skerðingu upp á 20% sem gerir það að verkum að lítið er eftir þegar upp er staðið og veldur því að margar barnafjölskyldur búa við fátækt. Nú ríður á að nema þessa skerðingu á brott. Um leið verður að hækka greiðslur til námsmanna umtalsvert. Það er nefnilega þannig að stór hluti barnafólks er ýmist í námi eða að hefja starfsferil og því ekki tekjuhár. Þennan hóp verðum við sem samfélag að standa vörð um og sjá til þess að öll börn sem fæðast hér á landi fái besta upphaf sem völ er á. Kynjahalli orlofstöku og helvítisgjáin Gapið milli loka fæðingarorlofs og upphaf leikskóladvalar barna gætum við sannarlega kallað helvítisgjá en því tímabili kvíða flestir foreldrar og þá kemur kynjahallinn berlega í ljós. Mæður fara frekar í hlutastarf eða taka á sig aðrar skerðingar t.d. með launaleysi eða frítöku frá námi og eru þannig með gap í ferilskrá sinni eða námsferli og án lífeyrisréttinda. Árið 2017 höfðu 77% foreldrar barna um þriggja ára aldur skipt jafnt með sér uppeldi barna sinna. Við þurfum að gera betur. Með tvöföldun fæðingarorlofs, afnámi skerðinga og hækkun á fæðingastyrk og lágmarksgreiðslum getum við létt miklum áhyggjum og kvíða af foreldrum, bætt uppeldisaðstæður barna, auðgað fjölskyldulíf, eflt tengslamyndun og aukið hamingju barnafjölskyldna. Í raun er hér um að ræða risastórt lýðheilsumál og undir er hamingja og velferð þjóðar. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í VG
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun