FA gagnrýnir reglugerð Willums Þórs harðlega Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 16:34 Willum Þór og Ólafur Stephensen sem er allt annað en ánægður með nýjasta útspil Framsóknarmanna sem vilja nú láta kné fylgja kviði í baráttu sinni við tóbakið. Nú vilja þeir pakka fyrirbæri sem má ekki sjást í einsleitar umbúðir. vísir/Vilhelm/Egill Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira