Myndskeið af því þegar Hareide er hylltur af stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen birtist á samfélagsmiðlum í dag og þar má sjá landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í banastuði.
Norðmaðurinn var landsliðsþjálfari danska landsliðsins yfir fjögurra ára skeið árin 2016-2020 og er greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.
Undir stjórn Hareide komst danska landsliðið á HM árið 2018 þar sem að liðið féll úr leik í sextán liða úrslitum. Og þá stýrði hann liðinu í undankeppni EM 2020 þar sem að liðið tryggði sæti sitt á lokamótinu.
Hareide stýrði liðinu hins vegar ekki á Evrópumótinu sem frestaðist sökum kórónuveirufaraldursins. Í millitíðinni rann samningur Norðmannsins við danska knattspyrnusambandsins út og Kasper Hjulmand tók við þjálfun liðsins.
Åge er svær i München 🇩🇰🍺⚽️ pic.twitter.com/saZQ0L4gmC
— Harald Thingnes (@haraldthingnes) June 25, 2024