Þar kemur fram að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2024, sé nú 630,3 stig og hafi hækkað um 0,48 prósent frá fyrri mánuði.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 510,6 stig og hækkar um 0,41 prósent frá maí 2024. Í tilkynningu Hagstofunnar segir að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, sem er reiknuð húsaleiga, hafi aukist um 0,8 prósent.
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 8,0 prósent. Verð á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 2,1 prósent en í tilkynningu segir að stóran hluta af þeirri hækkun megi rekja til hækkunar á gistingu um 17 prósent.
Í útreikningum Hagstofu íslands er í fyrsta sinn reiknuð húsaleiga með aðferð húsaleiguígilda sem er ný aðferð frá Hagstofunni.