Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2024 13:34 Oddur Ástráðsson er lögmaður hópsins en hann segir aðgerðir lögreglu, þann 31. maí, gegn mótmælendum úr öllu hófi miðað við tilefnið. vísir/vilhelm Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42