Samkeppnin harðnar í íslenska veðmálaheiminum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:27 Epicbet sem Daði Laxdal er í forsvari fyrir hefur meðal annars verið í samstarfi við Hjörvar Hafliðason í að auglýsa veðbankann nýja. Vísir/Samsett Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekinn við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess. Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49