Svisslendingar tóku forystuna á 37. mínútu þegar Ruben Vargas fann Remo Freuler í plássi inni í vítateig Ítala. Vargas gaf fasta sendingu sem skoppaði af löpp Freuler og upp í loft, hann skaut svo skoppandi boltanum í nærhornið og skoraði.
Stoðsendingagjafinn Ruben Vargas skoraði svo seinna mark Sviss á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ítalir andlega ómættir út úr búningsherbergjunum og gáfu Vargas mikið pláss og tíma til að athafna sig.
Ekkert tekið af Vargas engu að síðar, glæsilegt skot sem hann smurði í fjærhornið.
Allt það helsta úr leik Sviss gegn Ítalíu í 16 liða úrslitum í dag. Tvö mörk litu dagsins ljós hjá Svisslendingum en boltinn fór tvisvar í stöng þeirra rauðklæddu 🇨🇭 pic.twitter.com/CCqBJcJu4j
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 29, 2024