Brutu rúður og gengu berserksgang um klaustrið í Garðabæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 14:23 Umtalsverð eignaspjöll voru framin á klaustrinu. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ og gengið berserksgang þar um seint í gærkvöldi. Umtalsverð eignaspjöll voru framin en fjölmargar rúður eru brotnar. Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28