Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 14:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Peningastefnunefnd bankans kemur næst saman í ágúst til að ákvarða hvort stýrivextir verði lækkaðir, hækkaðir eða standa í stað. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. Hagfræðideildin telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir næst þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í ágúst. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. „Undanfarið höfum við spáð því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar í ágúst, en að líklega telji nefndin sér fært að hefja vaxtalækkunarferli í október. Í ljósi verðbólguhorfa sýnist okkur nú að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar,“ segir í nýjasta fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir enn fremur að verðbólgan og hjöðnun hennar hafi verið í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm hafi lækkað örlítið og það eigi við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti hafi verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum lækkað á milli mánaða í júní. Vísitalan hækkaði minna en í júní í fyrra og því hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2 prósent í 5,8 prósent. „Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn,“ segir í fréttabréfinu og að þau telji líklegt að verðbólgan verði tregbreytanleg næstu mánuðina. Hún muni haldast óbreytt fram á haust og í ljós þess verði vöxtum haldið óbreyttum í ágúst. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari aftur upp í 5,9 prósent í júlí og haldist óbreytt í ágúst áður en hún dettur aftur niður í 5,8 prósent í september. Þannig teljum við að hægi á hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, enda var vísitalan ekki á jafn hraðri uppleið síðasta sumar eins og í byrjun síðasta árs,“ segir í fréttabréfinu. Velta dróst saman Þar kemur jafnframt fram að velta í hagkerfinu hafi dregist saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna. Þá kemur fram að íbúðaverð hafi haldið áfram að hækka í maí og að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4 prósent á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir. Í fréttabréfinu kemur fram að frá því síðasta vor hafi heimilin almennt tekið verðtryggð lán og greitt inn á óverðtryggð lán. Í maí virðist sérstaklega hafa færst í aukana að lántakar greiði upp óverðtryggð lán hjá bönkum og lántaka á verðtryggðum fastvaxtalánum hjá bönkum jókst mun meira en mánuðina á undan. Á vinnumarkaði virðist samkvæmt fréttabréfinu lítillega hafa dregist úr spennu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur þannig tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra í samræmi við hóflega kjarasamninga á vinnumarkaði og atvinnuleysi er aðeins meira en á sama tíma í fyrra. Verðlag Landsbankinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hagfræðideildin telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir næst þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í ágúst. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. „Undanfarið höfum við spáð því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar í ágúst, en að líklega telji nefndin sér fært að hefja vaxtalækkunarferli í október. Í ljósi verðbólguhorfa sýnist okkur nú að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar,“ segir í nýjasta fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir enn fremur að verðbólgan og hjöðnun hennar hafi verið í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm hafi lækkað örlítið og það eigi við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti hafi verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum lækkað á milli mánaða í júní. Vísitalan hækkaði minna en í júní í fyrra og því hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2 prósent í 5,8 prósent. „Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn,“ segir í fréttabréfinu og að þau telji líklegt að verðbólgan verði tregbreytanleg næstu mánuðina. Hún muni haldast óbreytt fram á haust og í ljós þess verði vöxtum haldið óbreyttum í ágúst. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari aftur upp í 5,9 prósent í júlí og haldist óbreytt í ágúst áður en hún dettur aftur niður í 5,8 prósent í september. Þannig teljum við að hægi á hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, enda var vísitalan ekki á jafn hraðri uppleið síðasta sumar eins og í byrjun síðasta árs,“ segir í fréttabréfinu. Velta dróst saman Þar kemur jafnframt fram að velta í hagkerfinu hafi dregist saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna. Þá kemur fram að íbúðaverð hafi haldið áfram að hækka í maí og að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4 prósent á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir. Í fréttabréfinu kemur fram að frá því síðasta vor hafi heimilin almennt tekið verðtryggð lán og greitt inn á óverðtryggð lán. Í maí virðist sérstaklega hafa færst í aukana að lántakar greiði upp óverðtryggð lán hjá bönkum og lántaka á verðtryggðum fastvaxtalánum hjá bönkum jókst mun meira en mánuðina á undan. Á vinnumarkaði virðist samkvæmt fréttabréfinu lítillega hafa dregist úr spennu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur þannig tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra í samræmi við hóflega kjarasamninga á vinnumarkaði og atvinnuleysi er aðeins meira en á sama tíma í fyrra.
Verðlag Landsbankinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira