Moldrík og virðist ætla að umturna kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 12:01 Michele Kang og Trinity Rodman, ein af stjörnum Washington Spirit. Ira L. Black/Getty Images Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi. Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira