Skjálfandafljót verði ekki virkjað á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:59 Frá Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður. Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður.
Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira