KKÍ gefst upp á GameDay kerfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 15:00 Það var hart tekist á í körfuboltanum síðasta vetur en það var líka oft erfitt að finna tölfræði um frammistöðu leikmanna. Vísir/Anton Körfuknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að hætta með tölfræðiforritið GameDay sem gerði körfuboltáhugafólki lífið leitt síðasta vetur. GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu