Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 15:52 Vísir/Arnar Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann. Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann.
Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira