Að óttast blokkir Ásta Logadóttir skrifar 5. júlí 2024 08:02 Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun