Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:38 Kristrún fagnaði með Starmer í Tate Modern í Lundúnum í gærkvöldi. samfylkingin Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. „Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“ Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“
Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17