Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 13:12 Sigdís Eva Bárðardóttir var stórkostleg á síðasta tímabili hjá Víkingi og áframhaldandi frábær frammistaða á þessu tímabili tryggði skiptin til Svíþjóðar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira