Finnur Smári Torfason, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi farið af stað einn síns liðs í gærmorgun og ætlað að ganga að Miðfellseggi en að leitin hafi hafist þegar maðurinn skilaði sér ekki til vinnu í morgun.
„Við erum hérna upp í fjalli að leita á gönguleið upp á Miðfellsegg eins og það heitir við erum bara að fylgja gönguleiðinni. Það er svona þar sem að við teljum að hann hafi ætlað sér að fara.“
Finnur segir að maðurinn sé ekki kunnugur aðstæðum við Miðfellsegg en að hann sé vanur að fara í göngur og að hann vinni í ferðamennsku. Hann segir leitina umfangsmikla.
„Þetta er já nokkuð umfangsmikil leit, þyrlan er á svæðinu og við erum með dróna líka en hún er kannski ekki mannaflsfrek eins og stendur. Það fóru sleðar semsagt upp á Skálafellsjökul og keyrðu inn á Miðfellsegg og eru að fara á móti okkur þá leið,“ sagði Finnur.