Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 09:26 Kaupmannahöfn í Danmörku. Mynd úr safni. Getty/Alexander Spatari Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Í Danmörku mældist meðalhiti á landsvísu í maí 14,6 gráður en 14,5 gráður í júní en mælingar hófust þar í landi árið 1871. Í fyrsta sinn síðan 1833 í Englandi Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá því á bloggsíðu sinni að á þeim þrjú hundruð árum sem mælingar hafa staðið yfir á Mið-Englandi hefur það aðeins gerst tvisvar að júní mælist kaldari en maí, síðast árið 1833. „Hérlendis var landsmeðalhiti í júní 1946 lítillega lægri heldur en í maí og eins árið 1928, í báðum tilvikum hafði maí verið óvenjuhlýr. Líklega gerðist þetta líka árið 1851, en þá var mælt á nokkrum stöðvum,“ segir Trausti á blogginu sínu. Trausti segir að þó að þetta sé sjaldgæft á landsvísu hér á landi sé það samt algengara í einstökum landshlutum. Fyrir sjö árum hafi júní verið kaldari heldur en maí á allmörgum veðurstöðvum en þó ekki á landsvísu. Landsmeðalhiti hér á landi 1,3 stigi undir meðallagi „Venjulega er júní talsvert hlýrri heldur en maí. Á landinu í heild munar um 3,2 stigum á meðalhita mánaðanna. Mest hlýnar að jafnaði á Miðhálendinu, um 4,6 stig að meðaltali. Það stafar væntanlega af því að snjór hverfur oftast þaðan seint í maí eða í júní. Hlýindi í maí fara fyrst og fremst í að bræða snjó og tefur það hlýnun. Minnst hlýnar milli mánaðanna á Suðausturlandi og Austfjörðum, um 2,7 stig að meðaltali. Á þessu ári, 2024, var meðalhiti í júní lægri heldur en í maí á einni veðurstöð, Vatnsskarði eystra. Þar munaði 0,2 stigum. Meðalhiti var sá sami í mánuðunum tveimur í Bjarnarey og í Ásbyrgi. Mest hlýnaði milli mánaða á hálendinu, júní var 3,4 stigum hlýrri en maí í Þúfuveri og 2,9 stigum hlýrri við Setur. Þessi munur er þó undir meðallagi - því sem minnst var á hér að ofan. Munur á landsmeðalhita mánaðanna var 1,3 stig, einnig undir meðallagi.“ Veður Danmörk England Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Sjá meira
Í Danmörku mældist meðalhiti á landsvísu í maí 14,6 gráður en 14,5 gráður í júní en mælingar hófust þar í landi árið 1871. Í fyrsta sinn síðan 1833 í Englandi Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá því á bloggsíðu sinni að á þeim þrjú hundruð árum sem mælingar hafa staðið yfir á Mið-Englandi hefur það aðeins gerst tvisvar að júní mælist kaldari en maí, síðast árið 1833. „Hérlendis var landsmeðalhiti í júní 1946 lítillega lægri heldur en í maí og eins árið 1928, í báðum tilvikum hafði maí verið óvenjuhlýr. Líklega gerðist þetta líka árið 1851, en þá var mælt á nokkrum stöðvum,“ segir Trausti á blogginu sínu. Trausti segir að þó að þetta sé sjaldgæft á landsvísu hér á landi sé það samt algengara í einstökum landshlutum. Fyrir sjö árum hafi júní verið kaldari heldur en maí á allmörgum veðurstöðvum en þó ekki á landsvísu. Landsmeðalhiti hér á landi 1,3 stigi undir meðallagi „Venjulega er júní talsvert hlýrri heldur en maí. Á landinu í heild munar um 3,2 stigum á meðalhita mánaðanna. Mest hlýnar að jafnaði á Miðhálendinu, um 4,6 stig að meðaltali. Það stafar væntanlega af því að snjór hverfur oftast þaðan seint í maí eða í júní. Hlýindi í maí fara fyrst og fremst í að bræða snjó og tefur það hlýnun. Minnst hlýnar milli mánaðanna á Suðausturlandi og Austfjörðum, um 2,7 stig að meðaltali. Á þessu ári, 2024, var meðalhiti í júní lægri heldur en í maí á einni veðurstöð, Vatnsskarði eystra. Þar munaði 0,2 stigum. Meðalhiti var sá sami í mánuðunum tveimur í Bjarnarey og í Ásbyrgi. Mest hlýnaði milli mánaða á hálendinu, júní var 3,4 stigum hlýrri en maí í Þúfuveri og 2,9 stigum hlýrri við Setur. Þessi munur er þó undir meðallagi - því sem minnst var á hér að ofan. Munur á landsmeðalhita mánaðanna var 1,3 stig, einnig undir meðallagi.“
Veður Danmörk England Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Sjá meira