Vistaskipti Kilman gætu breytt framtíð E-deildarliðs Maidenhead Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 23:16 Nýjasti leikmaður West Ham í baráttunni við Erling Braut Haaland. Richard Sellers/Getty Images Max Kilman hefur skrifað undir sjö ára samning við West Ham United eftir að félagið festi kaup á honum fyrir allt að 40 milljónir punda, rúma sjö milljarða íslenskra króna. E-deildarlið Maidenhead United fær hluta af kaupverðinu og gæti það breytt framtíð félagsins. Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira