Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júlí 2024 08:35 Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, á hendur manninum sem þarf að sæta varðhaldi til 31. þessa mánaðar. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt laugardagsins 20 janúar síðastliðinn við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Maðurinn sem er grunaður um árásina er ákærður fyrir tilraun til manndráps og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna málsins. Í úrskurði héraðsdóms segir að meint árás hafi verið stórháskaleg og að hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr. Brotið sem honum er gefið að sök gæti varðað allt að tíu ára fangelsi. Til einföldunar verður hann hér eftir kallaður árásarmaðurinn. Voru að hlaupa í burtu þegar þau tóku eftir stungusárunum Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er framburði mannsins sem varð fyrir árásinni og vinkonu hans lýst. Þau hafi verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götum og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Kannast við að hafa lent í útistöðum, en ekki við parið Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn var handtekinn um nóttina, en í rannsóknargögnum málsins segir að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi. Dómkvaddir yfirmatsmenn yfirfóru geðmat árásarmannsins að beiðni hans sjálfs og komust að þeirri niðurstöðu að þær greinar hegningarlaganna sem varða refsingu á hendur þeim sem eiga meðal annars við geðræn vandamál að stríða eigi ekki við um árásarmanninn. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, á hendur manninum sem þarf að sæta varðhaldi til 31. þessa mánaðar. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt laugardagsins 20 janúar síðastliðinn við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Maðurinn sem er grunaður um árásina er ákærður fyrir tilraun til manndráps og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna málsins. Í úrskurði héraðsdóms segir að meint árás hafi verið stórháskaleg og að hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr. Brotið sem honum er gefið að sök gæti varðað allt að tíu ára fangelsi. Til einföldunar verður hann hér eftir kallaður árásarmaðurinn. Voru að hlaupa í burtu þegar þau tóku eftir stungusárunum Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er framburði mannsins sem varð fyrir árásinni og vinkonu hans lýst. Þau hafi verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götum og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Kannast við að hafa lent í útistöðum, en ekki við parið Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn var handtekinn um nóttina, en í rannsóknargögnum málsins segir að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi. Dómkvaddir yfirmatsmenn yfirfóru geðmat árásarmannsins að beiðni hans sjálfs og komust að þeirri niðurstöðu að þær greinar hegningarlaganna sem varða refsingu á hendur þeim sem eiga meðal annars við geðræn vandamál að stríða eigi ekki við um árásarmanninn.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent