„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Ritstjórn skrifar 9. júlí 2024 12:02 Mohamad Kourani við aðalmeðferð málsins gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar. Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30
„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43