„Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 10:01 Viktor Jónsson dansaði þegar fernan var í höfn. Stöð 2 Sport Viktor Jónsson skoraði fernu í sigri Skagamanna á HK í síðasta leik og er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með tólf mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Stúkan ræddi frammistöðu Viktors og fór yfir mörkin hans á tímabilinu. „Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
„Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira