Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 19:24 Arndís Kjartansdóttir, stofnandi mótmælahópsins, og Davíð Arnar Stefánsson, oddviti VG í Hafnarfirði. Vísir/Einar Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05