Stappað á tjaldsvæðum og vörur hverfa úr hillum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 12:08 Egilsstaðir. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi
Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira