Óttast að olíufélögin hækki álagningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 21:22 Runólfur segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að álagning á bensín og olíu hækki ekki, þegar bensín- og díselskattar verða felldir brott á næsta ári. Ívar Fannar/Vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. „Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum. Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira
„Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum.
Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50