Ljóst er að verðið er talsvert hærra en í helstu lágvöruverslunum landsins. Í Bónus kostar sama dolla 728 krónur, og í Krónunni kostar hún 729 krónur. Á bensínstöðinni Orkunni kostar hún 849 krónur. Hér er nánari útlistun á verðinu á slíkri dollu, úr appinu Prís.

Þegar þetta er ritað hafa 94 ummæli verið skrifuð við færsluna. „Andskotans rugl er þetta!,“ segir ein en önnur segir létt í bragði, „það þarf að ná upp í kostnað af túristum að sunnan!“
Þá spyr einn hvort þetta sé nokkuð blandað gulli?
Sjá færsluna hér.
