Gular viðvaranir eru í gildi á Vesturlandi vegna óvenju mikillar rigningar og hætta á aurskriðum og grjóthruni. Varasamt getur verið að draga eftirvagna á Norðurlandi vestra vegna hvassviðris.
Einn var handtekinn í heimahúsi í Hrísey í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á fimmtudag. Maðurinn er laus úr haldi. Hríseyjarhátíð fer fram um helgina.
Þá fjöllum við um lögreglumál í Danmörku þar sem Íslendingur kemur við sögu og skellum okkur á bæjarhátíð á Vopnafirði.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.